Sem algjör FromSoft snáði frá svona 2018 var ég yfir mig spenntur þegar að "open word Dark Souls" var að koma út. Fyrsta skipti sem ég hef keypt leik daginn sem hann kom út (ekki að nefna það að hann kom út á afmælinu mínu, ertekka djóka!!!).
Vikurnar að spila hann á hverjum degi og spjalla við vini mína um hann var ótrúlegt. Heimurinn, exploration og hversu miklu úr öllum hinum leikjunum sem þeir náðu að blanda í þennan er algjör snilld.
Því miður hef ég einn galla sem hindraði mig frá því að elska leikinn til fulls og það var erfiðleikarjafnvægið. Afþví leikurinn er svo opinn þá er ekki alltaf skýrt hvað er "best" að gera næst. Ókosturinn við það er að með flesta bossa sem ég lenti í eftir fyrstu 20-30 tímanna voru þeir annaðhvort of erfiðir eða of léttir. Í seinni helming leiksins endaði það á því að ég neyddi mig í að nota summons og items til að koma mér áfram sem mér finnst bara alls ekki jafn gaman.
Margir bossar hefðu verið uppáhaldið mitt hefðu árásirnar þeirra ekki tekið allan health barinn minn. Eins og Dunkey sagði, "having super aggressive enemies with crazy combos and unpredictable attacks is the fun kind of difficulty, but making those moves hit for your entire health bar is fucking lame and cheap". Hefði ekki getað orðað það betur.
Margir mundu segja við þessu að ef maður lendir í einhverju erfiðu þá hvetur það þig til að fara að skoða aðra staði og já! Það er rétt. En oft þegar ég gerði það þá fór ég í heilt ævintýri en svo kom ég aftur og þá var ég overleveled og bossinn dó í einni tilraun:(
Fyrir utan þetta, sem varpaði skugga á mikið af leiknum fyrir mig þá er þetta æðisleg upplifun.
Ég held að þetta sé instant classic sem verður munað eftir árum saman. Ákveðnir hlutir sem gerast létu mig hugsa um hvernig það var þegar að Dark Souls kom út 2011 og fólk fór í gegnum Blighttown og sá Anor Londo í fyrsta skipti. Ég get ímindað mér að margt sem ég upplifaði hér var slík tilfinning.
Hlakka til að spila hann aftur og prófa mismunandi builds, það er svo margt sem hægt er að gera.
Magnað stuff...

Reviewed on Sep 16, 2022


Comments