Aldrei fyrr hef ég farið inn í leik með svona lélegar væntingar og síðan verið svona sáttur á endanum. Þetta var mögulega besta upplifunin í Dark Souls þríleiknum. Af því ég hélt að þetta myndi bara vera average leikur þá var ég ekkert að pirrast yfir því að hann væri ekki fullkominn (og hann er það sko alls alls alls ekki), og þess vegna reiddist ég minnst í þessum leik af öllum FromSoft leikjunum.
Heimurinn hérna er svo ótrúlega merkilegur, meira að segja miðað við aðra FromSoft leiki, og það er svo yndislega gaman að skoða hann. Hann er samt allt öðruvísi en hinir Souls leikirnir. Dark Souls 1 er eins og kóngulóavefur, með helling af leiðum til að komast á milli staða. Dark Souls 3 er eins og tré með helling af greinum en þó maður fari eftir einhverri grein þá mun hún á endanum klárast og maður þarf að fara til baka. Dark Souls 2 er eins og þrívíddar völundarhús, ég hef enga hugmynd hvernig þessi heimur virkar eða hvernig sumir staðir tengjast og ég elska það.

Reviewed on Sep 29, 2022


Comments