Fínn leikur en það er án gríns hægt að bæta hvern einasta hlut í honum. Ég vona virkilega að Survivor gerir það, það er svo mikið potential í þessari seríu.

Ég hélt að sagan og karakterarnir myndu vera fókusinn og það er hálfpartinn rétt en það er líka hvað þessi leikur gerir verst. Mér var algjörlega drull um allt og alla. Combatið og heimurinn er ekkert það frábært heldur sko, þetta er leikur sem er blanda af mikið af ótengdum hlutum sem eru ekki gerðir það vel en god damn hann leyfir manni að vera jedi svo ég get ekki kvartað, mikið. Star Wars hlutirinir eru samt það eina sem heldur þessum leik á lífi. Ef þetta væri bara generic sci-fi heimur væri þetta ekki mjög gaman, sem segir manni mikið um hversu góður sjálfur "leikurinn" er.

Reviewed on Jan 23, 2023


Comments