Incredibly beautiful in every aspect

Ótrúleg upplifun sem ég nenni ekki að klára

Ég skil ekki alveg hvað það er við þennan leik og þessa sögu sem bara... gerir eitthvað við mig. Það er sko spurning hvort þetta sé hvað tölvuleikir ættu að vera, eins cinematic og hægt er, og ég held að í flestum leikjum þá held ég að þeir ættu ekki að gera það, heldur notfæra sér þá staðreynd að þeir séu tölvuleikir. En maður bara virkilega verður að viðurkenna að þegar það virkar, eins og hér eða t.d. í God of War, þá virkar það helvíti vel og skapar hrikalega tilfinningaríkar upplifanir.

2022

mögulega þarf ég að gefa þessum annan séns, open world formúlan virkilega lét mig ekki líka við restina af leiknum en nú þegar smá tími hefur liðið kamn ég alveg að meta hlutina sem þessi leikur gerir vel sem ég sá ekki þegar ég var að spila hann, aðallega með söguna. otto er mjög vel gerður og maður vill virkilega ekki að hann verði doc ock. þetta er líka ein besta gerðin af aunt may, sérstaklega nær enda leiksins

hmmm ég er ekki mikið fyrir þessa nýju open world leiki og það er því miður 90% af því sem þessi leikur hefur upp á að bjóða. Að skoða hogwarts var mjög gaman fyrstu klukkutímana en eftir það var eiginlega ekkert spennandi, sagan var óspennandi og karakterarnir líka, combatið var ágætlega skemmtilegt en varð smá repetitive

nær svo vel að fanga atmosphereið og stressið en á sama tíma breyta basically öllu

ZAMN þetta virkar ógeðslega vel með motion controls hvernig fóru þeir að því

2022

aðeins betri á ps4 svo það er léttara að kunna að meta karakterana sem eru alveg frekar góðir hérna þótt þeir eru ekki nærri því jafn fleshed out og vel skrifaðir og í seinni leikjunum

flottur stíll, flottur kall, mjög wes anderson

svona á sko að gera remakes. það sem er geggjað við þennan er að hann gerir fyrsta ekki úreltan, hann er svo allt öðruvísi að það er ennþá gaman að spila original eftir á. þetta er mikið betri aðferð finnst mér heldur en önnur remakes sem breyta bara visuals, last of us, demons souls, shadow of the colossus o.s.frv.