Að þurfa að klára þennan leik í einu session-i af því það er ekki hægt að vista er ein mest stressandi upplifun sem til er. Það er gjörsamlega óTRÚlegt að hann kom út árið 1988 á NES, hann tekur þá tölvu eins langt og hún kemst, í grafík, hljóði og stærð og einhvern veginn bara virkar það fullkomlega.

Ég hef ekkert að segja um þennan leik

Mjög falleg saga, smá klisja en samt falleg.

Aðeins of qUiRkY á köflum, dialogue-ið er... merkilegt og það sama er hægt að segja um soundtrack-ið en stíllinn er flottur og yfir heildina er leikurinn skemmtilegur og krúttlegur.

Þessi er nú dáldið kreisí!

Aldrei fyrr hef ég farið inn í leik með svona lélegar væntingar og síðan verið svona sáttur á endanum. Þetta var mögulega besta upplifunin í Dark Souls þríleiknum. Af því ég hélt að þetta myndi bara vera average leikur þá var ég ekkert að pirrast yfir því að hann væri ekki fullkominn (og hann er það sko alls alls alls ekki), og þess vegna reiddist ég minnst í þessum leik af öllum FromSoft leikjunum.
Heimurinn hérna er svo ótrúlega merkilegur, meira að segja miðað við aðra FromSoft leiki, og það er svo yndislega gaman að skoða hann. Hann er samt allt öðruvísi en hinir Souls leikirnir. Dark Souls 1 er eins og kóngulóavefur, með helling af leiðum til að komast á milli staða. Dark Souls 3 er eins og tré með helling af greinum en þó maður fari eftir einhverri grein þá mun hún á endanum klárast og maður þarf að fara til baka. Dark Souls 2 er eins og þrívíddar völundarhús, ég hef enga hugmynd hvernig þessi heimur virkar eða hvernig sumir staðir tengjast og ég elska það.

Einn frumlegasti þrautaleikur sem ég hef spilað, stuttur og laggóður og líka eitt af fáu þrautaleikjum sem ég væri til í að spila nokkrum sinnum aftur í framtíðinni

Þetta er alveg ótrúlegur leikur, og allt öðruvísi en hinir fromsoft leikirnir sem ég hef prófað. combat-ið og boss-arnir eru ekkert sérlega góðir miðað við restina af seríunni en guð mimn almáttagur þetta gæti verið besti heimur tölvuleikjasögunnar. fókusinn er algjörlega þar, í world building-inu og level design-inu, og það virkar bara svo ótrúlega vel

mjög skemmtilegur í byrjun, sérstaklega að finna mismunandi blöndur af máttum, sumar eru afar frumlegar, en síðan gerist eiginlega ekkert nýtt í seinni helmingnum og ég vildi helst bara að hann myndi enda. Overall ágætur leikur og kirby kallinn auðvitað alltaf jafn fjallmyndalegur sem og morðóður.

Þetta er svona eins og leikir sem eru ónauðsynlega erfiðir bara til að gera mann pirraðan nema hann er bara ekki erfiður?! ég meina, hann er ókeypis svo maður býst ekki við miklu